Ós Pressan's projects related to Icelandic Sign Language (ÍTM)

Since 2020, Anna Valdís Kro, a project manager at Ós Pressan, has worked on several projects with an emphasis on Icelandic Sign Language (ÍTM) and Deaf culture.

Verkefni Ós Pressunnar tengd íslensku táknmáli (ÍTM)

Frá árinu 2020 hefur Anna Valdís Kro, verkefnastjóri hjá Ós Pressunni, unnið að nokkrum verkefnum þar sem lögð er áhersla á íslenskt táknmál (ÍTM) og döff menningu. 

See & VV Stories (2020-2022)

In 2020, Ós Pressan received a grant from the City of Reykjavík's Human Rights, Innovation and Democracy Council to start a project with the working title Sjáðu (See). There were various ideas about what should be done and how best to execute it. Elsa G. Björnsdóttir, a teacher, interpreter, filmmaker, and actress, was approached for collaboration and advice. In the end, it was decided, in cooperation with the Reykjavík City Library, to hold a course in VV stories (Visual Vernacular), which are a part of sign language literature and characteristic of Deaf culture.

Eight Deaf women of different ages and with different backgrounds were invited to the course. Due to the COVID-19 pandemic, the course had to be postponed, but it was finally held in the autumn of 2021 at Gröndalshús, at which point the Reykjavík, UNESCO´s City of Literature joined the project. The women were taught about who created the concept of VV stories and how it came about. Bernard Bragg was a Deaf mime artist who met a French actor and learned from him a technique used in filmmaking. Bragg saw a way to combine mime and film technique and called it Visual Vernacular, which in Icelandic is usually called VV stories. What is characteristic of this Deaf storytelling tradition is that conventional signs are not used; instead, the stories are based on non-manuals (everything a sign language speaker uses for communication and narration besides their hands), gestures, and creative characteristics. In this way, the stories are understood whether they are performed by a Deaf individual whose first language is American, French, or Icelandic Sign Language. It was decided to record the course and create a documentary with an emphasis on Deaf culture, which was given the working title Menningin gefur (Culture Gives).

At the end of 2021, Ós Pressan and the Reykjavík City Library received a grant from the Library Fund to continue with this project, and the working title was changed to VV-sögur (VV Stories). In May 2022, two courses in VV stories were held for Deaf people: an advanced course for women and a basic course for men. They took place at Gróndalshús and each lasted for three weeks. The last course was open to everyone who speaks ÍTM and was held at the Reykjavík City Library in Spöngin during the winter of 2022. Deaf individuals and hearing sign language interpreters participated.

All the VV stories that were completed in these four courses were videotaped, as this is how sign language literature is preserved, in the same way that written stories are preserved in print.

Information about the VV stories project can be found here.

The project was organised with the support from the City of Reykjavík's Human Rights, Innovation and Democracy Council, the Library Fund, and the Summer City Event Fund. 

Sjáðu og VV-sögur (2020-2022)

Árið 2020 hlaut Ós Pressan styrk frá Mannréttinda -, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar til þess að hefja verkefnið sem bar vinnuheitið Sjáðu. Ýmsar hugmyndir voru uppi um hvað skyldi gert og hvernig best væri að framkvæma það. Leitað var til Elsu G. Björnsdóttur, kennara, túlks, kvikmyndagerðarkon og leikkonu um samstarf og ráðleggingar. Að lokum var ákveðið, í samvinnu við Borgarbókasafnið  að halda námskeið í VV sögum (e. visual vernacular) sem eru einn hluti táknmálsbókmennta og einkennandi fyrir döff menningu.

Boðið var á námskeiðið átta döff konum á ólíkum aldri og með ólíkan bakgrunn. Vegna Covid-19 faraldursins varð að seinka námskeiðinu en það var loksins haldið haustið 2021 í Gröndalshúsi en þá kom Bókmenntaborgin inn í verkefnið. Konurnar fengu fræðslu um hver bjó til þetta hugtak VV sögur og hvernig það kom til. Bernard Bragg var döff látbragðsleikari sem kynntist frönskum leikara og lærði af honum tækni sem notuð er í kvikmyndagerð. Bragg sá leið til þess að sameina látbragðsleik og kvikmyndatækni og kallaði það visual vernacular, sem á íslensku er yfirleitt kallað VV sögur. Það sem er einkennandi við þessa döff sagnahefð að þar eru ekki notuð hefðbundin tákn heldur byggja sögurnar á látbrigðum (e. non-manuals), allt sem sú sem talar táknmál notar við samskipti og frásagnir fyrir utan hendurnar, látbragði (e. gesture) og persónusköpun (e. creative characteristics). Á þann hátt skiljast sögurnar hvort sem þær eru fluttar af döff einstaklingi sem hefur amerískt, franskt eða íslenskt táknmál sem fyrsta mál. Ákveðið var að taka námskeiðið upp og búa til heimildarmynd með áherslu á döff menningu sem fékk vinnuheitið Menningin gefur.

Í lok árs 2021 hlutu Ós Pressan og Borgarbókasafnið styrk úr Bókasafnasjóði til þess að halda áfram með þetta verkefni og breyttist vinnuheitið í VV-sögur. Í maí 2022 voru haldin tvö námskeið fyrir döff fólk í VV sögum, framhaldsnámskeið fyrir konur og grunnnámskeið fyrir karla. Þau fóru fram í Gröndalshúsi og stóðu í þrjár vikur hvort. Síðasta námskeiðið var opið öllum sem tala íTM og var það haldið á Borgarbókasafninu í Spönginni veturinn 2022. Þar tóku þátt döff einstaklingar og heyrandi táknmálstúlkar. 

Allar þær VV sögur sem voru fullunnar á þessum fjórum námskeiðum voru teknar upp á myndband, því þannig varðveitast táknmálsbókmenntir, á sama hátt og ritaðar sögur eru varðveittar á prenti.

Upplýsingar um VV sögur verkefnið má finna hér.

Verkefnin voru styrkt af Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar, Bókasafnasjóði, Viðburðapotti Sumarborgarinnar.

Events: VV Stories, held on 17 and 18 June 2022

Ós Pressan received a grant from the Summer City Event Fund to hold three events where the completed VV stories were shown, a total of eleven stories by deaf poets. Two events were held at the House of Language and Culture on Laugavegur on Iceland's National Day, 17 June, and one event was held at the Reykjavík City Library in Grófin on 18 June. In addition to these eleven VV stories, four new VV stories by students in Sign Language Studies at the University of Iceland were shown. The aim of the events was to create a space for sign language literature in the Icelandic literary community, as one of Ós Pressan's goals is to give new voices the opportunity to present themselves and their art to the public.

Viðburðir: VV-sögur, haldnir 17. og 18. júní 2022

Ós Pressan hlaut styrk úr Viðburðapotti Sumarborgarinnar til þess að halda þrjá viðburði þar sem sýndar voru þær VV sögur sem voru tilbúnar, samtals ellefu sögur eftir döff skáld. Annars vegar voru haldnir tveir viðburðir í Húsi máls og menningar við Laugaveg á Þjóðhátíðardaginn 17. júni og einn viðburður á Borgarbókasafninu í Grófinni 18. júní. Auk þessara ellefu VV sagna voru sýndar fjórar nýjar VV sögur eftir nemendur í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Markmið viðburðanna var að skapa rými fyrir táknmálsbókmenntir í íslensku bókmenntasamfélagi en það er eitt af markmiðum Ós Pressunnar að gefa nýjum röddum tækifæri til þess að koma sér og sinni list á framfæri við almenning.

An unexpected source of new projects:

The event at the House of Language and Culture on 17 June was attended by, among others, Thomas Hammel, a master's student in Sign Language Linguistics, and Stefan Sand, a master's student in Composition at the Iceland University of the Arts. They had just applied for a grant from RANNÍS to compose new music and were interested in researching whether and how it would be possible to compose music for a text in sign language. They immediately became interested in the VV stories they saw at the event and received permission from two authors to use their VV stories in their project: Veiðiferðin (The Fishing Trip) by Anna Jóna Lárusdóttir, and Láttu ekki svona (Don't Be Like That) by Svava Jóhannesdóttir. The concert, which was titled Look at the music, took place at the end of October of the same year in the Nordic House as part of the Opera Days programme. 

Óvænt uppspretta nýrra verkefna:

Á viðburðinn í Húsi máls og menningar þann 17. júní komu meðal annarra Thomas Hammel, meistaranemi í málvísindum táknmála, og Stefan Sand, meistaranemi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Þeir voru þá nýbúnir að sækja um styrk frá RANNÍS til þess að semja nýja tónlist og höfðu áhuga á að rannsaka hvort og þá hvernig hægt væri að semja tónlist við texta á táknmáli. Þeir fengu strax áhuga á VV sögunum sem þeir sáu á sýningunni og fengu leyfi tveggja höfunda til þess að nota þeirra VV sögu í sínu verkefni, Veiðiferðin eftir Önnu Jónu Lárusdóttur, og Láttu ekki svona eftir Svövu Jóhannesdóttur. Tónleikarnir, sem báru yfirskriftina Look at the music, fóru fram í lok október sama ár í Norræna húsinu sem hluti af dagskrá Óperudaga.

Culture Gives (2021- )

It was decided to film the course with the working title Sjáðu/ See and create a documentary focusing on Deaf culture and the impact that attending a course on VV stories in their own language can have on the identity of Deaf people. Interviews were then conducted with the participants of the courses. The working title of the project is Culture Gives, referring to whether and how an individual's access to culture and the arts, as well as the structure of the school system, affects their identity, especially that of a Deaf individual, compared to the access and experience of hearing people.

While courses 2 and 3 were underway, the project managers realized that a male perspective and their voices were missing from the material that had already been recorded. It was therefore decided to partially film the course for men. A few more participants were then interviewed.

On Icelandic Language Day, November 16, 2023, the project Culture Gives received special recognition from the Ministry of Culture and Business Affairs for drawing attention to the status of Deaf literature and the cultural heritage of the Icelandic Deaf community.

Menningin gefur, 2021-

Ákveðið var að taka námskeiðið með vinnutitilinn Sjáðu upp og búa til heimildarmynd með áherslu á döff menningu og þau áhrif sem það getur haft á sjálfsmynd döff fólks að sitja námskeið um VV sögur á sínu tungumáli. Þá voru tekin viðtöl við þátttakendurnar á námskeiðunum. Vinnuheiti verkefnisins er Menningin gefur, með vísun í það hvort og þá hvernig aðgengi einstaklingsins að menningu og listum, auk þess hvernig skólakerfið er byggt upp, hefur áhrif á sjálfsmynd einstaklingsins, einkum og sér í lagi döff einstakling, samanborið við aðgengi og reynslu heyrandi fólks.

Á meðan námsekið 2 og 3 fóru fram fyrir varð aðstandendum verkefnisins ljóst að það vantaði karlkyns sjónarhorn og þeirra rödd til viðbótar við það efni sem búið var að taka upp. Var því ákveðið að taka námskeiðið fyrir karlana upp að hluta. Þá voru tekin viðtöl við nokkra þátttakendur til viðbótar.

Á degi íslenskrar tungu 16. Nóvember 2023 hlaut verkefnið Menningin gefur sérstaka viðurkenningu frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu fyrir að vekja athygli á stöðu döff bókmennta og menningararfi íslenska döff samfélagsins.

Published material discussing Deaf culture:

Birt efni þar sem fjallað er um döff menningu:

The Sign Language Book Club

Ós Pressan, in collaboration with the Icelandic Association of the Deaf and hard of hearing, offered a Sign Language Book Club from January 2023 to May 2024. Anna Valdís Kro from Ós Pressan and Mordekaí Elí Esrason, from the Icelandic Association of Deaf and hard of hearing, worked together to organise the project. The first event of the Sign Language Book Club was held on 18 April at the Bókasamlagið café at Skipholt 19 in Reykjavík. Arndís Þórarinsdóttir, one of the authors of the book Blokkin á heimsenda (The Block at the End of the World), came and introduced the book, read to the guests, and answered questions. Two sign language interpreters from Túlkun og tal were present, interpreting between Icelandic and Icelandic Sign Language (ÍTM).

The second event of the Sign Language Book Club was held at Bókasamlagið on 16 November. The book discussed was Miss Peregrine's Home for Peculiar Children by Ransom Riggs. Sign language interpretation was not provided this time. The third event was a screening of the film based on the book Miss Peregrine's Home for Peculiar Children. It took place on Sunday, 17 December at Bío Paradís.

In 2024, two events were held: The first event, Story Time in Sign Language for children, was held at the Reykjavík City Library in Grófin on Sunday, 10 March. Kolbrún Völkudóttir translated the book Snúlla finnst gott að vera einn (Snúlla Likes to Be Alone) by Helen Cova from Icelandic into Icelandic Sign Language and performed it. The second Story Time in Sign Language event was held at the Reykjavík City Library in Kringlan on Sunday, 12 May. Kolbrún Völkudóttir translated the book Snúlla finnst erfitt að segja nei (Snúlla Finds It Hard to Say No) by Helen Cova from Icelandic into Icelandic Sign Language and performed it. After the event, coffee and cake were served as the project has now concluded.

The project was organised with the support from the City Centre Fund. 

Táknmálsbókaklúbburinn

Ós Pressan, í samstarfi við Félag heyrnarlausra bauð upp á Táknmálsbókaklúbb frá janúar 2023 – maí 2024. Anna Valdís Kro frá Ós Pressunni og Mordekaí Elí Esrason unnu saman að skipulagningu verkefnisins. Fyrsti viðburður Táknmálsbókaklúbbsins var haldinn 18. apríl á kaffihúsinu Bókasamlagið að Skipholti 19 í Reykjavík. Arndís Þórarinsdóttir, annar höfundur bókarinnar Blokkin á heimsenda, kom og kynnti bókina, las fyrir gesti og svaraði spurningum. Tveir táknmálstúlkar voru á staðnum frá Túlkun og tal sem túlkuðu milli íslensku og íslensks táknmáls (ÍTM).

Annar viðburður Táknmálsbókaklúbbsins var haldinn á Bókasamlaginu 16. nóvember. Rætt var um bókina Heimili fröken Peregrinfyrir sérkennileg börn, eftir Ransom Riggs. Ekki var boðið upp á táknmálstúlkun að þessu sinni. Þriðji viðburðurinn var sýning á myndinni sem gerð var eftir bókinni um Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn. Hún fór fram sunnudaginn 17. desember í Bíó Paradís. 

Árið 2024 voru haldnir tveir viðburðir: Fyrri viðburðurinn  Sögustund á táknmáli fyrir börn var haldinn á Borgarbókasafninu í Grófinni sunnudaginn 10. mars. Kolbrún Völkudóttir þýddi bókina Snúlla finnst gott að vera einn, eftir Helen Cova, úr íslensku yfir á íslenskt táknmál og flutti. Seinni viðburður Sögustund á táknmáli var haldinn á Borgarbókasafninu í Kringlunni sunnudaginn 12. maí. Kolbrún Völkudóttir þýddi bókina Snúlla finnst erfitt að segj nei, eftir Helen Cova, úr íslensku yfir á íslenskt táknmál og flutti. Eftir viðburðuinn var boðið upp á kaffi og kökur þar sem verkefninu er nú lokið.

Verkefnið var styrkt af Miðborgarsjóði.