Menningarnótt 2015

This event was held at the 2015 Menningarnótt in Reykjavík.

 

Upplestur og tónlist við Eymundsson á Skólavörðugstíg

„Konan þarf að skrifa sig sjálfa: hún verður að skrifa um konur og færa konur að skrifum, þaðan sem þær hafa verið hraktar jafn harkalega og frá líkömum sínum.“ Á Menningarnótt lítur Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO til þessara orða franska heimspekingsins Hélène Cixous á dagskrá með sjö skáldkonum og einu tónskáldi við bókaverslunina Eymundsson á Skólavörðustíg.

Í fyrri hluta dagskrárinnar kanna kanadísk/íslenska skáldkonan Angela Rawlings og kanadíska tónlistarkonan Rebecca Bruton saman þrautsegju líkamans gagnvart áföllum og missi í tali og tónum í verki sem þær kalla Ljósberar. Þær vinna meðal annars með ljóð Angelu þar sem hún tekst á við brjóstakrabbamein og brjóstnám á áhrifamikinn hátt.

Í kjölfarið stígur nýstofnaður reykvískur skáldahópur fram og flytur eigið efni. Hópurinn kallar sig Ós og að þessu sinni koma fram þær Agata Wisniewska, Anna Valdis Kro, Beatriz Portugal, Ewa Marcinek, Randi Stebbins og Virginia Gillard.

Markmið Óss er að skapa vettvang fyrir rithöfunda og skáld á Íslandi með ólíkan bakgrunn hvað varðar upprunaland og tungumál. Ós varð til upp úr fjöltyngdri ritsmiðju sem Reykjavík Bókmenntaborg hélt í febrúar á þessu ári. Angela Rawlings leiðbeindi hópnum í smiðjunni. 

Dagskráin hefst kl. 17 og verður á torginu á bakvið Eymundsson 

Allir eru hjartanlega velkomnir.

*****
“Woman must write herself: must write about women and bring women to writing, from which they have been driven away as violently as from their bodies.” Reykjavík UNESCO City of Literature conjures Hélène Cixous’ manifesto with this year’s Reykjavík Culture Night event.

A collaboration between Canadian/Icelandic poet Angela Rawlings and visiting Canadian composer Rebecca Bruton will explore embodied endurance through trauma and loss.

Then, Iceland’s new multilingual writing collective Ós will debut writing and performance created by Agata Wisniewska, Anna Valdis Kro, Beatriz Portugal, Ewa Marcinek, Randi Stebbins and Virginia Gillard.

The event will take place on the squere by the Eymundsson Bookstore on Skólavörðustígur. The coffee shop will be open for those who want to enjoy a refreshment.