Plunderverse: Reading 101 with Greg Betts, Ewa Marcinek, and Randi Stebbins

This event took place in July 2015.

 

Laugardaginn 25. júlí kl. 14 stendur Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir ljóðadagskrá á Loft hosteli í Bankastræti.

Kanadíska ljóðskáldið Gregory Betts flytur eigin ljóð, en hann kemur hingað til Reykjavíkur frá heimaborg sinni, St. Catharines í Ontariofylki. Einnig koma fram reykvísku skáldin Ewa Marcinek og Randi Stebbins. Þær lesa nú báðar úr verkum sínum í fyrsta sinn. Eftir upplesturinn gefst tími fyrir samveru og spjall.

Allir eru hjartanlega velkomnir á viðburðinn, sem verður á kaffihúsi Loft hostels á 4. hæð frá kl. 14-16.

Anna Valdís Kro stýrir dagskránni.

GREGORY BETTS er ljóðskáld, ritstjóri, fræðimaður og prófessor. Hann fæddist í Vancouver, ólst upp í Toronto en býr nú og starfar í St. Catharines. Hann hefur sent frá sér sjö ljóðabækur: If Language (BookThug, 2005), Haikube (BookThug, 2006), The Others Raised in Me (Pedlar Press, 2009), Psychic Geographies and Other Topics (Quattro Press, 2010; einnig fáanlega sem rafbók), The Obvious Flap (BookThug, 2011), This is Importance (Wolsak & Wynn, 2013), og Boycott (Make Now Books, 2014).

Í ljóðum sínum og öðrum skrifum kannar Gregory og endurhugsar kanadíska framúrstefnu í bókmenntum, eins og kemur m.a. fram í bók hans, Avant-Garde Canadian Literature: The Early Manifestations (University of Toronto Press, 2013). Gregory er forstöðumaður Centre for Canadian Studies við Brock University þar sem hann er einnig Chancellor’s Chair for Research Excellence.

RANDI STEBBINS er rithöfundur og ljóðskáld. Að hætti hins dæmigerða Bandaríkjamanns hefur hún oft flust á milli staða en hún hefur átt heima á Íslandi frá 2014. Ólík tungumál, fjölbreyttur starfsferill og ólík lönd hafa mótað það hvernig Randi lítur á heiminn og orðin. Skrifin eru hennar nýjasta ævintýri. Þar styðst hún við ferðalög í fortíð, veruleika dagsins og vinda framtíðar.

EWA MARCINEK er rithöfundur og ljóðskáld frá Póllandi. Hún hefur búið á Íslandi í tvö ár. Ewa leikur sér að ólíkum tungumálum í skrifum sínum, en einnig ólíkum uppskriftum, menningarheimum og landafræði.

ÓS - NÝTT FJÖLMÁLA SAMFÉLAG RITHÖFUNDA

Ewa og Randi tóku báðar þátt í fjölmála ritsmiðju Bókmenntaborgarinnar með Angelu Rawlings fyrr á þessu ári og það gerði Anna Valdís Kro einnig. Þær eru hluti af nýstofnuðu samfélagi rithöfunda sem varð til í framhaldi af smiðjunni. Það hefur fengið nafnið Ós. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir rithöfunda og skáld sem tala ólík tungumál en eiga það sameiginlegt að búa á Íslandi. Ós stefnir að því að koma þessum höfundum á framfæri, bæði á prenti og með viðburðum. Viðburðurinn á Loft hosteli er sá fyrsti sem Ós kemur að.

********

On Saturday July 25th, you are invited to a literary performance at Loft Hostel, Bankastræti 7.

With Reykjavík UNESCO City of Literature, Angela Rawlings is co-organizing a reading for Canadian poet Gregory Betts. Joining him will be Ewa Marcinek and Randi Stebbins, two Reykjavík writers, who will be reading from their work for the first time. We hope this event will be a combination of local readers and Gregory with a little time at the end for a casual conversation to unfold.

Open to the public. The event takes place at the Loft Hostel Café on the 4th floor.

Hosted by Anna Valdís Kro.

GREGORY BETTS is a poet, editor, scholar, and professor born in Vancouver, raised in Toronto (by Maritime parents), now living in St. Catharines. He is the author of seven books of poetry: If Language (BookThug, 2005), Haikube (BookThug, 2006), The Others Raisd in Me (Pedlar Press, 2009), Psychic Geographies and Other Topics (Quattro Press, 2010; also as an e-book), The Obvious Flap (BookThug, 2011), This is Importance (Wolsak & Wynn, 2013), and Boycott (Make Now Books, 2014). His poetry and criticism explore and re-imagine Canadian avant-garde literary production, as manifested in the form of the book Avant-Garde Canadian Literature: The Early Manifestations (University of Toronto Press, 2013). Betts is the Director of the Centre for Canadian Studies at Brock University, where he is also the Chancellor’s Chair for Research Excellence.

RANDI STEBBINS is a writer and a poet. She´s the typical American who´s moved around a lot. She´s been living in Iceland since 2014. Several languages, several careers and several countries have shaped Randi’s view on the world and words. Writing is her newest adventure. Supported by journeys of the past, the reality of the present and winds of the future.

EWA MARCINEK is Polish, a writer and a poet. She has been living in Iceland for two years. In her texts Ewa plays with various languages, recipes, culture and geography.

ÓS – A NEW MULTILINGUAL WRITING COLLECTIVE:

Both Ewa and Randi took part in the Multilingual Writing Workshop for women with Angela Rawlings this year which was organized by the Reykavík UNESCO City of Literature. They are part of a new writing collective and they call themselves Ós. Their aim is to give voice to multilingual writers and poets living in Iceland. They offer support to these artists in both print and in performance. The performance at Loft Hostel is the first open event Ós takes part in.