Nýtt efni óskast

Ós - The Journal N.5

Við tökum við innsendum verkum í fimmta tölublað Ós – The Journal. Frestur er til og með 3. júlí 2020.


Allir höfundar, skáld og listafólk sem hefur einhverja tengingu við Ísland getur sent inn verk. Ekkert ákveðið þema er í þessu tölublaði og tekið er við verkum á hvaða bókmennta – og / eða listformi sem er, þ.e. prósum, ljóðum, myndljóðum,teiknimyndasögum, listrænum skáldleysum o.s.frv.


Við tökum til athugunar verk á hvaða tungumáli sem er. Leyfilegt er að senda inn þýðingar og ber viðkomandi ábyrgð á því að allra réttinda sé gætt áður en þýðingin er send inn.

P1180643.JPG
P1180621.JPG

Öll innsend verk eru lesin og ígrunduð án upplýsinga um höfund og því mikilvægt að öll skjöl séu án hvers konar persónulegra tenginga við höfundinn. Innsend verk
takmarkast við fimm A4 bls. Nota skal Times New Roman letur með leturstærð 11.
Öll handrit skal senda sem .pdf, .doc eða .docx skjöl. Allar teikningar og myndir skulu sendar inn skannaðar eða á stafrænu formi og í háskerpu (300dpi). Myndefni verður einungis prentað í svarthvítu en vefútgáfa í lit aðgengileg með notkun QR kóða.

Vinsamlegast athugið að þar sem við getum ekki ábyrgst að hægt verði að
prófarkarlesa verkið áður en það er gefið út biðjum við um að það verði gert áður en það er sent inn. Ef þitt verk verður valið til útgáfu hlýtur þú tvö eintök af tölublaðinu sem þóknun.

 

Leyfilegt er að senda samtímis inn verk til fleiri útgefenda. Áður útgefin verk sem
send eru inn skulu vera laus við allar takmarkanir er varða höfundarrétt. Við áskiljum okkur rétt til þess að hafna verkum sem við teljum móðgandi eða lúta á einhvern hátt ekki þeim skilyrðum sem sett hafa verið um innsend verk.

 

Verk skulu send inn í gegnum netfangið. Vinsamlegast látið fylgja í tölvupósti æviágrip að hámarki 50 orð skrifuð í þriðju persónu ásamt nokkrum orðum um tenginu þína við Ísland.

Við hlökkum til þess að lesa og íhuga verkin þín.

 

Hlýjar kveðjur,

ritstjórn Ós Pressunnar

Email: ospressan(at)gmail.com

www.ospressan.com

 

Address:

Ós Pressan

Maríubakki 24

109 Reykjavík

Iceland

Við hvetjum þig til þess að lesa fyrri tölublöð Ós – The Journal áður en þú sendir inn verk. Hægt er að nálgast eintök í bókabúðum Pennans Eymundsson í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri. Einnig er hægt að hafa beint samband við Ós Pressuna og kaupa eintök.