Into the Ljós

*Íslenska fyrir neðan

 

On Sunday, March 1st from 14:00 to 16:00, you are cordially invited to an afternoon salon of literary performances and discussion. Canadian poet Souvankham Thammavongsa, American writer Danielle Vogel, and members of Reykjavik UNESCO City of Literature's Multilingual Writing Workshop for Women will share new work. This will be followed by a generous round-table discussion on writing practice and process.


The event is part of Reykjavik UNESCO City of Literature's International Year of Light celebrations and the 100 year anniversary of women's right to vote in Iceland.

Open to the public.


Hosted by Randi Stebbins.

WHERE: Tjarnarbíó Café, Tjarnargötu 12
WHEN: March 1, 14:00-16:00

 

Souvankham Thammavongsa 
has written three poetry books, all published by Pedlar Press in Canada: Small Arguments (2003), Found (2007), and Light (2013). Her first book began as a series of hand-made chapbooks bound and sold by the author herself; it went on to win the ReLit prize. The collection Found was made into a short film which screened at film festivals such as Toronto International Film Festival, Dok Leipzig, L.A. Shorts Fest and other places. Most recently, Souvankham won the Trillium Book Award for Poetry for the collection Light.

 

Danielle Vogel
is a book artist and cross-genre writer. Her visual work—which investigates the archives of memory stored within language—has been exhibited across the United States. As a writer, Danielle explores the bonds between language and presence, between a reader and a writer, and how a book, as an extended architecture of a body, might serve as a site of radical transformation. She is the author of Between Grammars, the artist book Narrative & Nest, and lit. Danielle is a visiting writer teaching at Brown and Wesleyan Universities and she currently makes her home in Rhode Island (USA).

 

*****


INN Í LJÓSIÐ: FJÖLMÁLA BÓKMENNTADAGSKRÁ

 

Verið hjartanlega velkomin á bókmenntadagskrá og umræður sunnudaginn 1. mars kl. 14:00 - 16:00. Kanadíska ljóðskáldið Souvankham Thammavongsa, bandaríski rithöfundurinn Danielle Vogel og konur sem taka þátt í fjölmálaritsmiðju Bókmenntaborgarinnar munu lesa úr nýjum verkum sínum. Að því loknu verða umræður um skif og mismunandi aðferðir í ritlistarferli. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO á alþjóðlegu ári ljóssins og hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Allir eru velkomnir.


Kynnir verður Randi Stebbins.

Hvar?: Tjarnarbíó, kaffihús, Tjarnargötu 12
Hvenær?: Sunnudaginn 1. mars kl. 14:00 - 16:00

 

Souvankham Thammavongsa
hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur sem allar komu út hjá Pedlar Press í Kanada: Small Arguments (2003), Found (2007) og Ljós (2013). Fyrsta bók hennar, sem var upphaflega röð af handgerðum smáritum sem höfundurinn batt saman og dreifði, vann ReLit verðlaunin. Safnritið Found varð síðan að stuttmynd sem var sýnd víða á kvikmyndahátíðum, til að mynda á Toronto International Film Festival, Dok í Leipzig og L.A. Shorts Fest. Souvankham hlaut Trillium Book bókmenntaverðlaunin fyrir nýjasta verk sitt, Light.

 

Danielle Vogel
er bóklistakona og rithöfundur. Myndlist hennar - sem kannar minningar sem við geymum í tungumálinu - hefur verið sýnd víða í Bandaríkjunum. Sem rithöfundur skoðar Danielle tengsl tungumáls og nærveru, lesenda og rithöfunda og hvernig bókin, sem framlenging líkamans, getur þjónað sem vettvangur róttækrar umbreytingar. Meðal verka hennar eru bækurnar Between Grammars, bókverkið Narrative & Nest og lit. Danielle er gestakennari í ritlist við Brown and Wesleyan háskólana og býr sem stendur á Rhode Island.